Toggle Mobile

Algengar spurningar

Uppsagnarfrestur

Uppsagnarfrestur er sem hér segir:

Á fyrstu 3 mánuðunum
1 vika

Eftir þrjá mánuði
1 mánuður og skal uppsögn bundin við mánaðarmót

Eftir 6 mánuði
3 mánuðir og skal uppsögn bundin við mánaðarmót

Útborgun launa

Útborgun launa skal fara fram mánaðarlega, fyrsta dag eftir að þeim mánuði lýkur sem laun eru greidd fyrir. Ef þann dag ber upp á frídag skal greiða laun síðasta virka dag mánaðarins

Veikindaréttur

Veikindaréttur er sem hér segir:

Á fyrsta ári:
2 dagar fyrir hvern unninn mánuð

Eftir 1 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda
2 mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili

Eftir 5 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda
4 mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili

Eftir 10 ár í starfi hjá sama vinnuveitanda
6 mánuðir á hverju 12 mánaða tímabili

Veikindi barna

12 dagar eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki

Vinnutími

Verslunarfólks er 39, 5 tímar á viku eða 36 klst. og 35 mín. án neysluhléa
Skrifstofufólks er 37,5 tímar á viku eða 36 klst. og 15 mín. án neysluhléa

Áunnin réttindi

Áunnin réttindi haldast við endurráðningu innan eins árs.

Námskeið

Sé námskeið haldið á vinnutíma skal starfsmaður njóta fullra launa. Sé námskeið haldið utan vinnutíma skal greitt fyrir helming námskeiðsstunda ef um almennt námskeið er að ræða, annars skal það greitt að fullu sé það sérhæft og sniðið að þörfum fyrirtækisins.

Frídagar

Skírdagur, annar í páskum, sumardagurinn fyrsti, 1. maí, uppstigningardagur, annar í hvítasunnu og annar í jólum.

Stórhátíðardagar

Stórhátíðardagar eru: Nýársdagur, föstudagurinn langi, páskadagur, hvítasunnudagur, 17. júní, frídagur verslunarmanna, jóladagur og eftir kl. 12 á aðfangadag og gamlársdag.

Kaffitímar

Er 35 mín. á dag hjá afgreiðslufólki og 15 mín hjá skrifstofufólki miðað við fullt starf.

Matartímar

Matartími á dagvinnutíma skal vera ½ - 1 klst. á bilinu 12:00 – 14:00 og telst hann ekki til vinnutíma.

Önnur neysluhlé

Hjá vaktavinnufólki og þeim sem vinna óreglubunda vinnu skal miða neysluhlé við 5 mín. pr. klst.

Frítökuréttur

Fyrir hvern klukkutíma sem 11 tíma hvíldin skerðist safnar starfsmaður sér 1,5 klst. í frítökurétt.

Lágmarkshvíld

Starfsmaður á rétt á a.m.k. 11 klst. samfelldri hvíld á sólarhring.

Kvöldmatartími

Skal vera á bilinu 19:00 – 20:00 og greiðist hann með eftir/yfirvinnukaupi eftir því sem við á. Sé hluti hans unninn skal greitt fyrir það.