Toggle Mobile

LÍV mótmælir ákvörðun VÍS

Landssamband ísl. verzlunarmanna harmar þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum sínum á landsbyggðinni. Fjöldi einstaklinga missir með þessu vinnu sína eða þarf að sækja vinnu landsvæða á milli til þess að VÍS nái sínu fram.

LÍV gerir athugasemdir við að þessar aðgerðir skuli fyrst og fremst bitna á landsbyggð og gerir kröfu um að þessi ákvörðun verði endurskoðuð. Annars má gera ráð fyrir að margir munu leita annað með sín viðskipti í framahaldinu.

Reykjavík 22. september 2018
Stjórn LÍV

Sett inn: 24.09.2018