Toggle Mobile

VS samþykkir sameiningu við VR

Félagsmenn Verslunarmannafélags Suðurnesja samþykktu sameiningu við VR í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi miðvikudaginn 13. mars.

Á kjörskrá voru 1.213 og alls greiddu 315 atkvæði eða 25,97%.

Já sögðu 260 eða 82,54%, nei sögðu 54 eða 17,14% og 1 skilaði auðu.

VR mun taka fyrir tillögu um sameiningu á aðalfundi VR þann 27. mars nk. og mun sameining taka gildi 1. apríl nk.

Sett inn: 13.03.2019