Toggle Mobile

Dagpeningar og aksturgreiðslur

Ferðakostnaður á ferðalögum erlendis greiðist með dagpeningum sem eru ákveðnir af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins, ef ekki er samið um annað, t.d. greiðslu á útlögðum kostnaði skv. nótum. Um ferðakostnað vegna ferðalaga innanlands gilda sömu reglur. 

Nánar um upphæðir akstursgjald og almennar upplýsingar er að finna á heimasíðu fjármálaráðuneytisins.

Ath. Leyfilegur frádráttur á móti dagpeningum og ökutækjastyrkjum, samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, þarf ekki að vera sama fjárhæð og Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar. Sé leyfilegur frádráttur lægri ber að skila staðgreiðslu af mismuninum.