Toggle Mobile

Kjarasamningur

Kjarasamningur tryggir lágmarkskjör fyrir alla starfsmenn nema gerðir séu sérkjara- eða fyrirtækjasamningar.

VS gerir heildarkjarasamninga við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda, (FA sem áður hét FÍS), auk fjölmargra fyrirtækja sem standa utan ofangreindra samtaka. Athugið að fram til ársins 2004 voru samningar gerðir við SV-FÍS.

Langflestir félagsmenn VS starfa samkvæmt samningi VS og SA.

Þann 21. janúar 2016 var skrifað undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Samningurinn var samþykktur með 91,28% greiddra atkvæða í atkvæðagreiðslu sem lauk þann 24. febrúar 2016.

Samningurinn gildir frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2018. Hann felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári. Samningurinn byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27.10 2015 og bókun um lífeyrisréttindi frá 5.5. 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda.

Kjarasamningur í heild227 KB

Kjarasamningur í 20167,2 MB

Kjarasamningur 2015 helstu breytingar2,6 MB

Kjarasamningur milli LÍV/VR og Samtaka atvinnulífsins 2008301 KB