Toggle Mobile

Orlofsréttur

Orlofsárið er frá 1. maí - 30. apríl og orlofstímabilið er frá 2. maí - 15. september. Til orlofsdaga teljast aðeins virkir dagar. Greiða skal út orlof við starfslok. Orlof tekið í samráði við vinnuveitanda. 

Allir eiga rétt á 24 daga orlofi jafnvel þó þeir eigi ekki rétt til orlofslauna allan þann tíma hjá vinnuveitanda.

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar (tveir orlofsdagar fyrir hvern unninn mánuð). Orlofslaun eru 10,17% af heildarlaunum.

  • Eftir 5 ár í sömu starfsgrein á starfsmaður 25 daga orlof og orlofslaun eru 10,64%.
  • Eftir 5 ár í sama fyrirtæki á starfsmaður 27 daga orlof og orlofslaun eru 11,59%.
  • Eftir 10 ár í sama fyrirtæki á starfsmaður 30 daga orlof og orlofslaun 13,04%.

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi hann verið sannreyndur. Heimilt er að veita orlof umfram 20 daga að vetri nema um annað hafi samist

Heimilt er að veita orlof umfram 20 daga að vetri nema um annað hafi samist