Toggle Mobile

Launagreiðendur

Ágæti launagreiðandi

Verslunarmannafélag Suðurnesja vill vekja athygli ykkar á því að hægt er að senda skilagreinar vegna iðgjalda til félagsins rafrænt með XML eða SAL sendingum.

XML í gegnum síðuna www.skilagrein.is eða SAL á netfangið skilagreinar@vs.is

Þeir launagreiðendur sem nota dk launakerfið er bent á að aðeins þarf að uppfæra rafræna innheimtuaðila í launakerfinu til að hægt sé að senda skilagreinar rafrænt til Verslunarmannafélags Suðurnesja.

Svæði vegna notandanafns/lykilorðs í uppsetningu innheimtuaðilans á að vera AUTT.

Athuga vel að aðildarfélagsnúmer sé rétt og sjóðir séu rétt skráðir þ.e. að útreikningur sé réttur á þeim sjóðum sem greiða á í áður en sent er rafrænt í fyrsta sinn.