Toggle Mobile

Sjúkrasjóður

Sjúkradagpeningar

Dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga (4 mánuði), að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga. Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga, greiðslum úr slysatryggingu launafólks eða annarri lögbundinni tryggingu, ekki nema lægri fjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum en þó ekki hærri en kr. 498.160.-
Sjá meira
 

Dagpeninga vegna veikinda barna

Dagpeninga í 90  daga (3 mánuði), að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlegan og/eða langvinnan sjúkdóm og þarfnast sérstakrar umönnunar. Með alvarlega fötluðum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun og þarfnast sérstakrar umönnunar.
Sjá meira
 

Útfararstyrkur

VS greiðir útfararstyrk við andlát fullgildra félagsmanna kr. 360.000.-                               
Ef hinn látni hefur látið af störfum vegna aldurs eða örorku greiðast kr. 200.000.-                                               
Ef hinn látni lætur eftir sig börn undir 18 ára aldri greiðist kr. 300.000.- til hvers barns eða eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar hverju sinni til þess sem hefur barn á framfæri sínu.
Gildir ef viðkomandi hefur greitt til félagsins í a.m.k.  eitt ár.
 

Áfengismeðferð

Heimilt er að greiða styrk, sem svarar sjúkradagpeningum í allt að 90 daga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar.
 

Tæknifrjóvgun/glasafrjóvgun

Heimilt er að greiða styrk vegna tæknifrjóvgunar/glasafrjóvgunar og ættleiðingar. Styrkur getur numið 50% af útlögðum kostnaði þó ekki hærra en kr. 50.000.- á ári.
 

Laser/augnaðgerð

Greiddur styrkur kr. 50.000.-
 

Aðrir styrkir

Upphæð annara styrkja skal miða við 50% af útlögðum kostnaði samkvæmt reikningi, að hámarki 40% af iðgjöldum viðkomandi í Sjúkrasjóð VS síðustu 36 mánuði. Lágmarksstyrkur á hverju almanaksári skal þó ekki vera lægri en kr. 4.000.
 
Sjúkrasjóður VS greiðir styrk til félagsmanna vegna líf-, slysa- og sjúkdómatrygginga, tannlækninga, sálfræðihjálpar, líkamsræktar, endurhæfingar og kostnað vegna hjálpartækja s.s. gleraugna- og heyrnartækja, krabbameinsleitar og hjartaverndar og vegna dvalar á N.F.L.Í ef ekki koma greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins.