Toggle Mobile

Sjúkradagpeningar

Dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga (4 mánuði), að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga. Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga, greiðslum úr slysatryggingu launafólks eða annarri lögbundinni tryggingu, ekki nema lægri fjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum en þó ekki hærri en kr. 461.260.-

Upphæð sjúkra- og slysadagpeninga

  • Sjúkra- og slysadagpeningar skulu vera 80% af meðallaunum, enda komi ekki greiðsla vegna tímabundinnar örorku samkvæmt ábyrgðartryggingu, fyrir sama tímabil.
  • Greiðslur sjúkradagpeninga skulu miðast við meðallaun bótaþega, miðað við greiðslur til félags- og sjúkrasjóðs VS, síðustu 6 mánaða áður en launagreiðslur féllu niður. Ef verulegar breytingar hafa orðið á launum viðkomandi síðustu 6 mánuði, er heimilt að meta tekjurnar sérstaklega og þá yfir lengra tímabil. Meðallaun þeirra sem greitt hafa skemur en 6 mánuði til Sjúkrasjóðs VS reiknast á eftirfarandi hátt:
  • Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu sjúkra- og slysadagpeninga úr sjúkrasjóði annars verkalýðsfélags innan ASÍ, öðlast rétt í Sjúkrasjóði VS eftir að greitt hefur verið í félags- og sjúkrasjóð VS í einn mánuð, enda hafi hann fram að því haft rétt hjá fyrri sjóðnum. Til að finna meðallaun viðkomandi skal miða við fjölda mánaða sem greitt hefur verið í sjúkrasjóð VS.
  • Meðallaun þeirra sem ekki hafa átt rétt hjá sjúkrasjóði annars stéttarfélags og ekki hafa greitt sem svarar lágmarksgjaldi til félags- og sjúkrasjóðs VS, skal finna með því að deila í laun á viðmiðunartímabili með 6 mánuðum, þó svo að greitt hafi verið skemur en 6 mánuði.

Sækja þarf um sjúkradagpeninga fyrir 21. hvers mánaðar til að greiðsla geti borist 1. dag mánaðarins þar á eftir.

Dagpeningar vegna alvarlegra veikinda maka

Dagpeningar vegna alvarlegra veikinda maka eru (80% af launum) í allt að 90 daga. Hægt er að sækja um dagpeninga með því að fylla út umsókn um sjúkradagpeninga.

Athugið!

Félagsmenn kunna einnig að eiga rétt á dagpeningum frá Sjúkratryggingum Íslands.