Toggle Mobile

Starfsreglur fyrir framkvæmdastjórn Sjúkrasjóðs VS

1. gr. Umboð framkvæmdastjórnar Sjúkrasjóðs VS
1.1 Stjórn Verslunarmannafélags Suðurnesja felur framkvæmdastjórn Sjúkrasjóðs VS  daglega umsjón og afgreiðslu fyrir Sjúkrasjóð VS, skv. 4. grein reglugerðar sjóðsins.

1.2 Framkvæmdastjórn Sjúkrasjóðs VS er heimilt að móta starfsreglur skv. 12. gr. reglugerðar sjúkrasjóðsins, eftir því sem reynsla og starfsemi sjóðsins gefur tilefni til, þó aldrei lægri en reglugerð sjóðsins segir fyrir um.

2. gr. Styrkir
2.1 Framkvæmdastjórn er heimilt að meta þörf og aðstæður félagsmanna og fyrrverandi félagsmanna í sjúkra-, elli- og örorkutilvikum og getur í slíkum tilvikum samþykkt styrkveitingar.
 
2.2 Heimilt er að greiða styrk, sem svarar sjúkradagpeningum í allt að 90 daga vegna áfengis- og vímuefnameðferðar.

2.3 Heimilt er að greiða styrk vegna tæknifrjóvgunar/glasafrjóvgunar og ættleiðingar. Styrkur getur numið 50% af útlögðum kostnaði þó ekki hærra en kr. 50.000.- á ári.

2.4 Sjúkrasjóður VS greiðir styrk til félagsmanna vegna líf-, slysa- og sjúkdómatrygginga, tannlækninga, sálfræðihjálpar, líkamsræktar, endurhæfingar og kostnað vegna hjálpartækja s.s. gleraugna- og heyrnartækja, krabbameinsleitar og hjartaverndar og vegna dvalar á N.F.L.Í ef ekki koma greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins. 

Upphæð styrkja skal miða við 50% af útlögðum kostnaði samkvæmt reikningi, að hámarki 40% af iðgjöldum viðkomandi í Sjúkrasjóð VS síðustu 36 mánuði. Lágmarksstyrkur á hverju almanaksári skal þó ekki vera lægri en kr. 4.000.

3. gr. Dánarbætur
3.1 VS greiðir dánarbætur við dauðsfall fullgildra félagsmanna. Ef hinn látni lætur ekki eftir börn undir 18 árs aldri kr. 250.000.                                
3.2 Ef hinn látni hefur látið af störfum vegna aldurs eða örorku greiðast 75% af grunnupphæð dánarbóta.                                              
3.3 Ef hinn látni lætur eftir sig börn undir 18 ára aldri greiðist kr. 300.000.- til hvers barns eða eftir ákvörðun framkvæmdastjórnar hverju sinni til þess sem hefur barn á framfæri sínu. Gildir ef viðkomandi hefur greitt til félagsins í a.m.k.  eitt ár.


Þannig samþykkt á aðalfundi VS þann 4. apríl 2006.
Gildir frá 1. júní 2006.